Erasmus í VA

Síðustu ár hefur verið unnið mjög þróttmikið starf innan skólans með styrkjum frá Erasmus+ áætluninni. Markmiðið með starfinu er að veita nemendum og starfsfólki tækifæri til þess að öðlast þekkingu á framandi og ólíkri vinnumenningu, skerpa á tungumálakunnáttu sinni í hagnýtu samhengi, átta sig á muninum á eigin skóla og öðrum skólum, þróa persónulega færni og læra að skuldbinda sig í framandi umhverfi og öðlast getu til að setja sig í spor annarra og skilja eigin menningu út frá sjónarhorni annarra.

Á þessu skólaári höfum við bæði sent starfsfólk og nemendur og tekið á móti gestum. Við höfum sent kennara á námskeið og í starfsspeglanir með það fyrir augum að búa til tækifæri fyrir nemendur í skiptinámi síðar meir. Einnig höfum við tekið þátt í stórum verkefnum eins og DEPEND þar sem sjónum var beint að forvörnum í samstarfi við skóla í fimm löndum (Noregi, Ítalíu, Slóveníu, Króatíu og Ungverjalandi) og vorum að hefja verkefni í samstarfi við skóla á Spáni og í Þýskalandi þar sem við sendum 11 nemendur og 2 kennara til Terrassa á Spáni í apríl.

Í gegnum alla þessa vinnu höfum við séð hvaða áhrif þetta hefur á starfsfólk og nemendur, þetta víkkar sjóndeildarhringinn og gefur öllum ómetanlega reynslu sem öll eiga eftir að muna fyrir lífsstíð. Sú menntun sem í því felst er ómetanlegan og við erum afar þakklát Evrópusambandinu fyrir að gera okkur kleift að taka þátt í þessu gefandi samstarfi.

Einnig hefur verið ritað um heimsóknir sumra. Hafliði, vélstjórnarkennari, og Sunna Karen, kennari í sjúkraliðanámi, heimsóttu vinaskóla í Þýskalandi á dögunum og hér má sjá lýsingu á þeirri ferð.

Einnig hvetjum við ykkur til þess að skoða myndirnar sem eru hér meðfylgjandi í fréttinni því þær segja meira en mörg orð.