Eydís Ásbjörnsdóttir nýr skólameistari VA

Hafliði afhendir Eydísi lyklavöldin að Verkmenntaskólanum
Hafliði afhendir Eydísi lyklavöldin að Verkmenntaskólanum

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Eydísi Ásbjörnsdóttur í embætti skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands til fimm ára frá 1. desember.

Eydís lauk kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 og hefur verið kennari við Verkmenntaskóla Austurlands frá árinu 1999. Hún lauk sveinsprófi í hársnyrtiiðn í janúar 1997 og hlaut meistararéttindi í sömu grein árið 1999.

Eydís hefur frá árinu 2010 verið kjörinn bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og hefur í tengslum við það gegnt ýmsum stöðum á sviði sveitarstjórnarmála, en hún var t.a.m. aðalmaður í bæjarráði Fjarðabyggðar um sjö ára skeið, formaður bæjarráðs 2018–2020 og var forseti bæjarstjórnar 2020–2022. Þá rak Eydís eigið fyrirtæki um tíu ára skeið.

Alls sóttu tveir umsækjendur um embættið.

Eydís tekur við starfinu af Hafliða Hinrikssyni sem hefur verið skólameistari frá árinu 2021.