Fab Lab Austurland

Í dag undirrituðu Verkmenntaskóli Austurlands og Fjarðabyggð samstarf við annars vegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hins vegar mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur Fab Lab Austurland.

Með þessum samningum verður okkur kleift að setja í gang starfsemi Fab Lab Austurland með sambærilegum hætti og var á árunum 2014 – 2016. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir samfélagið okkar hér á Austurlandi, hvort sem horft er til almennings, frumkvöðla og fyrirtækja eða menntastofnana á svæðinu.

Markmiðið með starfsemi Fab Lab smiðjunnar verður enn sem fyrr að auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, almennings og innan atvinnulífs á persónumiðaðri nýsköpunarvinnu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Smiðjunni er einnig ætlað að styðja við þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum og auka tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt. Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi.

Næstu skref lúta að því að ráða verkefnisstjóra fyrir smiðjuna en í kjölfar þess verðar dyr Fab Lab Austurland opnaðar að nýju.