Fiskeldisbraut í undirbúningi

Fiskeldisbraut í undirbúningi

Fréttir

Fiskeldisbraut í undirbúningi

Verkmenntaskóli Austurlands er ţátttökuađili í gerđ námsbrautar í fiskeldi međ Fjölbrautarskóla Snćfellsness. Stefnt er ađ ţví ađ byrja ađ kenna eftir námsbrautinni haustiđ 2018.

Námiđ er nýtt og spennandi ţverfaglegt nám sem fjallar um allt frá sjávarlíffrćđi og tćknifrćđi, yfir í öflun, međferđ og úrvinnslu gagna. Námiđ er sett upp sem tveggja ára bóklegt nám (120 einingar) međ námslok á öđru ţrepi en vinnustađaheimsóknir og starfsnám er mikilvćgur ţáttur í náminu. Námiđ verđur ađ hluta til kennt í fjarnámi.

Nemendur lćra m.a.

  • Um helstu ađgerđir sem ţarf til ađ sinna tćknistörfum á fiskeldisstöđ
  • Um mismunandi fiska, líffrćđi ţeirra og heilsuţáttum sem og umhverfisskilyrđum í tengslum viđ fiskeldi
  • Hvernig umhverfiđ hefur áhrif á fiskeldi og skráningu ţeirra gagna sem notuđ eru
  • Um fóđrun, seiđaeldi, framleiđsluáćtlanir, framleiđsluferli og hagfrćđi
  • Hvernig á ađ nota ţann tćknibúnađ sem ţarf í tengslum viđ vinnu á nútíma hátćkni fiskeldisstöđ

Námsbraut í fiskeldi býđur upp á ýmsa möguleika t.d. ađ hefja vinnu hjá fiskeldisfyrirtćki ađ námi loknu, ljúka stúdentsprófi og fara í frekara nám í fiskeldi viđ háskólann á Hólum eđa erlendis.

Nánari upplýsingar má fá hjá Ţorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur áfangastjóra VA í síma 477-1620 eđa međ tölvupósti, bobba@va.is  


Svćđi