Fjallaferð föstudaginn 1. apríl

Nemendur og starfsfólk VA fara í fjallaferð í Oddsskarð föstudaginn 1. apríl. 

Kennt verður fyrstu tvo tímana samkvæmt stundaskrá og fer rúta frá skólanum kl. 10:30. Rútan mun stoppa við sundlaugina á Eskifirði um 10:50. Nemendur þurfa ekki að greiða fyrir rútuferðina eða í fjallið en ef þeir þurfa að leigja skíðabúnað þá greiðir hver og einn fyrir það. Veitingasala verður í skíðaskálanum og geta þeir sem ekki fara á skíði tekið í spil í skíðaskálanum.

Haldið verður til baka úr fjallinu kl. 14:00 og þá lýkur skóladegi nemenda.