Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Við hvetjum því alla til að koma og prófa.

Keppninni er skipt í tvær deildir eftir erfiðleikastigi. Lægra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru byrjendur í forritun en hafa áhuga á að öðlast reynslu og hentar þeim sem eru að taka sinn fyrsta áfanga í forritun. Hærra erfiðleikastig er fyrir nemendur sem eru lengra komnir eða hafa góð tök á forritun og treysta sér til að leysa krefjandi verkefni. 

Keppnin fer fram 17. mars nk. og er skráning hafin. Skráningu lýkur miðvikudaginn 7. mars.

Sjá nánari upplýsingar um keppnina hér.