Forvarnamálþing VA

Í vikunni er loksins komið að forvarnamálþinginu okkar hér í VA. Að þessu sinni er fókusinn á andlegt heilbrigði og fáum við til okkar flotta fyrirlesara sem má sjá á auglýsingunni sem fylgir hérna með.

Á föstudeginum 5. nóv verður málþing fyrir nemendur eftir hádegi og hefst það klukkan 12:40 í Nesskóla – skyldumæting er á málþingið

Á laugardeginum 6. nóvember er síðan opið málþing fyrir alla sem hafa áhuga og má finna facebook viðburð með nánari upplýsingum hér; https://fb.me/e/1LHKB870t hvetjum alla til þess að mæta!