Frábærir fræðslufyrirlestrar í gær

Í gær fengu nemendur frábæra fræðslufyrirlestra undir nafninu Fávitar + karlmennskan. Nemendur hlýddu á fyrirlestrana í tveimur hollum, fyrst eldri nemendur og síðan yngri. Fyrirlestrarsalur skólans var fylltur í bæði skiptin og hlýddu nemendur með athygli á þessa frábæru fyrirlestra.

Fávitar og karlmennskan eru fyrirlestrar um mörk, samskipti og karlmennsku. Markmið þeirra er að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi. Áður var um sitt hvort atriðið að ræða en í haust ákváðu þau Sólborg og Þorsteinn að leiða saman hesta sína og bjóða upp á fyrirlestrana saman.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Frekari upplýsingar má finna meðal annars í þessu viðtali.

Einnig eru Fávitar og Karlmennskan virk á samfélagsmiðlum.