Fræðsludagur kennara í VA

Í dag var kennsla að mestu leyti felld niður í VA til að skapa rými fyrir fræðsludag kennara.

Eins og alþjóð veit þá hafa kennarar og nemendur þurft að takast á við breytt vinnulag með afar stuttum fyrirvara á árinu. Því er mikilvægt að skapa svigrúm til starfsþróunar í þeim breytttu aðstæðum sem fjarkennsla hefur skapað – en það er óhætt að segja að hún hafi verið að ,,skella á” á með stuttum fyrirvara.

Til að hægt sé að sinna fjarkennslu með sem bestum hætti þurfa kennarar að hafa ýmis tæki og tól á valdi sínu. Verkefni er klárlega krefjandi og krefst aukins svigrúms til starfsþróunar.

Verkefni nemenda sem nú stunda nám sitt á hluta eða til fulls í fjarnámi er ekki síður krefjandi. Það tekur á að halda rútínu og takti þegar allt nám fer fram heima við tölvuna. Fjölbreytni í kennsluháttum er alltaf lykilþáttur í skólastarfi en ef við höfum einhvern tíma þurft á uppbroti og fjölbreytni að halda þá er það nú.

Áhugasamir geta kynnt sér fræðsludaginn hér!

Smellið á myndina til að sjá hana stærri