Framboðsfundur í VA

Anna Margrét, Ragnar, Arndís Bára og Þuríður Lillý
Anna Margrét, Ragnar, Arndís Bára og Þuríður Lillý

Þriðjudaginn 3. maí var framboðsfundur í VA þar sem frambjóðendur til sveitastjórnarkosninganna kynntu sig og helstu stefnumál sinna flokka fyrir nemendum. Kom einn frambjóðandi frá hverjum flokki, Anna Margrét Arnarsdóttir frá Vinstri-grænum, Arndís Bára Pétursdóttir frá Fjarðalistanum, Ragnar Sigurðsson frá Sjálfstæðisflokki og Þuríður Lillý Sigurðardóttir frá Framsókn. Fyrirkomulag fundarins var þannig að hver frambjóðandi hélt fjögurra mínútna framsögu og síðan var boðið upp á spurningar.

Leifur Páll og Dagur Þór, nemendur skólans, stýrðu fundinum af mikilli röggsemi.

Nemendur komu með ýmsar áhugaverðar spurningar, m.a. var spurt út í afstöðu flokkana til einkabílsins, notkunar á jarðefnaeldsneyti og eflingu iðn- og starfsnáms. Svöruðu frambjóðendur spurningunum skilmerkilega og voru nemendur margs vísari eftir fundinn. Töluverðar umræður sköpuðust á milli nemenda um málefnin og því um afar mikilvægan lið að ræða til þess að auka lýðræðisvitund og lýðræðisþátttöku.