Fréttir af okkar fólki í Þýskalandi

Í Goslar í Þýskalandi hafa Marta og Benedikt, Erasmus+ skiptinemarnir okkar, fengið tækifæri til að kynnast skífusmíði. Skífurnar eru mikið notaðar í Þýskalandi til að klæða þök og veggi að utan en þaksmíði er sérstök starfsgrein þar. Fengu þau leiðsögn frá þaksmíðameistara en það er kúnst að smíða skífurnar. Þær eru ekki endilega ferningslaga heldur hafa þær rúnnað horn svo þarna þarf svo sannarlega að kunna til verka.

Frekar kalt var í Goslar fyrstu dagana eftir að Marta og Benedikt héldu utan en nú hefur heldur hlýnað og er hitinn um 16° á daginn. Þau hafa varið tíma með fyrrum skiptinemum í VA, þeim Lenu og Maren sem voru hjá okkur á haustönn 2018, einnig á styrk frá Erasmus+. Hafa þau náð að skoða sig talsvert um og meðal annars skoðað námur og kastala.

Dvöl þeirra í Mörtu og Benedikts í Goslar er nú senn á enda og halda þau heim um næstu helgi, reynslunni ríkari.