Frumkvöðlafyrirtækið Spilaborg

Áhugavert verkefni er nú í gangi hjá nemendum á Nýsköpunar- og tæknibraut. Þar hafa nokkrir nemendur stofnað fyrirtækið Spilaborg og er um að ræða verkefni í frumkvöðlafræði. 

Mun hópurinn taka þátt í frumkvöðlamessunni, keppni Ungra frumkvöðla - JA Iceland í Smáralind í apríl. 

Er nú hægt að kaupa hlutbréf í Spilaborg, að verðmæti 500 krónur. 

Það verður spennandi að fylgjast með krökkunum í þessu verkefni.