Fundur fyrir forsjáraðila mánudaginn 5. september

Okkur langar að bjóða forsjáraðilum á kynningarfund um eitt og annað sem við kemur skólastarfinu mánudaginn 5. september kl. 17-18. Ef einhver eiga um langan veg að fara og sjá sér alls ekki fært að mæta verður boðið upp á fundinn í fjarfundi. Hlekkur á fjarfundinn hefur verið sendur í tölvupósti á forsjáraðila. Þar verður einnig hægt að senda inn spurningar.

Á fundinum verður m.a. farið yfir skólasóknarreglur, veikindatilkynningar, vinnustofukerfið, nemendaþjónustu, jöfnunarstyrk, heimasíðu, Innu, félagslíf, erlent samstarf og hlutverk og þjónustu náms- og starfsráðgjafa..

Mikilvægt er að frá hverjum nýnema komi að minnsta kosti einn forsjáraðili.

Gott er að forsjáraðilar verði búnir að skoða Innu og kennsluvefinn. Forráðamenn eru með sér aðgang að Innu en nota aðgang nemendanna að kennsluvefnum. Á heimasíðu skólans má finna upplýsingar um allt sem tengist tölvumálum.

Sjáumst á mánudaginn!