Fylgjum leiðbeiningum varðandi samkomubann - COVID19

Við hvetjum nemendur okkar til að fylgja öllum leiðbeiningum yfirvalda um samkomubann. Nýtið rafræna tækni sem best þið getið til samskipta og einnig til þess að styðja við hvert annað í náminu.

Gagnlegar upplýsingar um samkomubann, hvernig forðast megi smit, sóttkví, einangrun og fleira má finna á síðunni Covid.is.