Fyrirkomulag nýnemadags 24.8.

Eftirfarandi bréf var sent á nýnema í dag:

Kæru nýnemar

Við hlökkum mjög til að fá loksins að taka á móti ykkur á mánudaginn þrátt fyrir að það verði með öðru sniði en við ætluðum okkur.

Við munum hefja dagskrá kl. 11:00. Rútuferðir eru samkvæmt eftirfarandi plani:

Frá Reyðarfirði                                 Frá Eskifirði

Byko          10:10                               Sundlaug     10:25

Sesam        10:12                               Shell            10:26

Barkur        10:13                               Valhöll         10:27

                                                          Strandgata/Steinholtsvegur 10:28

Við biðjum ykkur síðan um að mæta á bílaplanið fyrir framan íþróttahúsið. Við munum síðan fara inn í íþróttahús þar sem þið munuð fá stuttar kynningar. Þegar því verður lokið hittið þið umsjónarkennarana ykkar sem ganga með ykkur um skólahúsið og fara yfir nokkur praktísk atriði með ykkur. Í lok dagskrár mun skólinn bjóða upp á hádegismat og síðan fer rútan til baka kl. 12:30 en þá verður dagskrá lokið.

Það er mikilvægt að við sameinumst um að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Við erum öll almannavarnir!

Hlökkum mjög til að taka á móti ykkur!

Starfsfólk VA