Fyrirmyndir í faginu

Á vefnum namogstorf.is er fjallað um starfsnám og er honum ætlað að sýna fram á hversu fjölbreytt námsframboðið er í slíku námi. Þar má finna lið sem heitir Fyrirmynd í faginu. Hér má finna nýjustu umfjöllunina en þar eru þau Maríanna Ragna og Patryk Slota. Patryk varð Íslandsmeistari í rafvirkjun á Íslandsmóti iðngreina árið 2019 og stundaði nám sitt í VA. Maríanna varð í 2. sæti en hún hóf nám sitt í rafvirkjun í VA. Íslandsmótið er haldið annað hvert ár og nú eru þau Patryk og Maríanna að undirbúa sig fyrir keppni á Euro skills sem er Evrópumeistaramót í starfsnámi. Það er hægt að lesa meira um undirbúning þeirra með því að smella á hlekkinn hér að ofan.

Við óskum þeim alls hins besta á Euroskills.