Fyrrum nemendur VA keppa í Euroskills

Hlynur, Írena og Patryk í Leifsstöð
Hlynur, Írena og Patryk í Leifsstöð

Þrír fyrrum nemendur VA hafa nú haldið til Gdansk í Póllandi til þátttöku í Evrópukeppni iðn- og verknáms, Euroskills. Þetta eru þau Patryk Slota, sem útskrifaðist úr rafvirkjun frá VA árið 2017, Hlynur Karlsson, sem lauk grunndeild rafiðna frá VA árið 2021 og hélt síðan í rafeindavirkjun í Tækniskólanum og Írena Fönn Clemmensen sem lauk fjórum önnum í háriðn við VA árið 2019. Þau Hlynur og Írena urðu Íslandsmeistarar í sínum greinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sl. vor og Patryk varð Íslandsmeistari árið 2019.

Euroskills er þriggja daga keppni sem fer fram dagana 6.-8. september. Íslenski hópurinn er lagður af stað til Póllands og með fréttinni má sjá mynd af okkar fólki í Leifsstöð.

Við erum afar stolt af þeim og óskum þeim góðs gengis!