Fyrsta vikan í Goslar - Erasmus+

Erasmus+ fararnir okkar, Marta og Benedikt, bera sig vel eftir fyrstu vikuna í Goslar Þýskalandi. Þau hafa kynnst afar vinalegu og skemmtilegu fólki sem hefur séð til þess að þau skorti ekki neitt. Eins hafa þau nóg að gera og skoða.

Þau hófu störf hjá trésmíðaverkstæði Thomas Dreitzner strax í byrjun vikunnar í fyrirtækið sérhæfir sig í viðgerðum á gömlum húsum. Þar fengu Marta og Benedikt innsýn í gömlu aðferðirnar en vegna þess hversu gömul húsin eru, þarf að gera við þau með sama hætti og notaður var til þess að byggja húsin á sínum tíma.

Í þessari fyrstu viku hafa þau nýtt frítíma sinn í að skoða Goslar sem er fallegur bær, fara þar á söfn og kynnast sögu bæjarins og menningu.