Gettu betur hefst

Nú er spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hafin. Lið VA mun hefja leik í dag, þann 13. janúar. Mótherjarnir verða lið Menntaskólans að Laugarvatni. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið undanfarna mánuði. Lið VA verður skipað þeim Helenu Lind Ólafsdóttur, Hákoni Þorbergi Jónssyni og Ragnari Þórólfi Ómarssyni. Keppnin hefst kl. 20:20 og verður í beinni útsendingu á vef RÚV, ruv.is. 

Áfram VA!