Gettu-betur í kvöld

Sú hefð hefur skapast í Verkmenntaskóla Austurlands að Gettur betur lið skólans keppi við lið starfsmanna morguninn fyrir fyrstu keppni ársins. Ekki var brugðið frá venjunni í morgun og úr varð hörku kappleikur tveggja góðra liða. Lið starfsmanna skipað þeim Ingibjörgu Þórðardóttur, Karen Ragnarsdóttur og Viðari Guðmundssyni leiddi viðureignina að hraðaspurningum loknum 15-14. Gettu betur lið VA þetta árið skipað þeim Guðmundi Kristni Þorsteinssyni, Birnu Marín Viðarsdóttur og Hlyni Karlssyni var þó sterkara í bjölluspurningunum og fóru með sannnfærandi sigur af hólmi 26-17. Lið VA mætir Framhaldsskólanum á Laugum í fyrstu umferð Gettu betur kl. 21. Viðureignin verður í beinni útsendingu á vefvarpinu Rúv núll,  http://ruv.is/null en ekki á Rás 2 eins og undanfarin ár.