Gettu-betur í kvöld

Eins og fram hefur komið hefur sú hefð verið við lýði að Gettu betur lið skólans keppi við lið starfsmanna morguninn fyrir keppni. Í þriðja sinn var sett saman lið starfsmanna og voru það þau Pjetur St. Arason, Gerður Guðmundsdóttir og Birgir Jónsson sem kepptu á móti Gettu-betur liðinu. Það er ekki hægt að segja að keppnin hafi verið spennandi á neinu stigi. Gettu-betur liðið var 22-14 yfir að hraðaspurningum loknum og þrátt fyrir að starfsmannaliðið hafi náð fyrstu bjölluspurningu náði það engri eftir það. Gettu-betur liðið raðaði inn stigunum og úr varð sannfærandi og glæsilegur sigur, 32-16. 

Lið VA mætir Menntaskólanum á Ísafirði öðru sinni í annarri umferð Gettu betur kl. 18:00 á RúvNúll. Við hvetjum alla til að hlusta og styðja við liðið okkar!