Gettu betur í kvöld

Í síðustu viku bar Gettu-betur lið VA sigur úr býtum gegn liði Menntaskólans að Laugarvatni og nú er komið að næstu keppni.

Lið VA mætir Borgarholtsskóla í annarri umferð kl. 20:05 í kvöld. Viðureignin verður í beinni útsendingu á Rás 2. Við hvetjum alla til að hlusta og styðja við Hákon, Helenu og Ragnar!