Gjöf frá Rubix

Fyrir hönd Rubix mættu þeir Davíð Þór Magnússon rekstrarstjóri Rúbix á Reyðarfirði og Ágúst Hreinn S…
Fyrir hönd Rubix mættu þeir Davíð Þór Magnússon rekstrarstjóri Rúbix á Reyðarfirði og Ágúst Hreinn Sæmundsson tækniþjónustufulltrúi en á myndinni má sjá þá með Eydísi Ásbjörnsdóttur skólameistara, Arnari Guðmundssyni, Hafliða Hinrikssyni, Þórði Pál Ólafssyni og Hákoni Gunnarssyni.

Í síðustu viku fékk Verkmenntaskóli Austurlands afhent fullbúið SKF legurúllusett frá Rubix að andvirði 1,5 milljóna króna. Þetta kennslusett mun nýtast við kennslu á vélstjórnarbraut meðal annars í meðhöndlun á ýmsum gerðum af legum s.s. hitameðhöndlun, smurtækni og fleiru.

Við í VA erum afskaplega þakklát fyrir þess gjöf og kunnum Rubix okkar bestu þakkir fyrir