Góðir gestir

Í dag heimsóttu þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og aðstoðarkona hennar Bergþóra Benediktsdóttir skólann. Þær hófu daginn með spjalli á kaffistofu starfsfólk og fóru síðan í fylgd Lilju skólameistara og Birgis verkefnastjóra í skoðunarferð um skólann. Þar spjölluðu þær við nemendur og kynntust því námi sem fram fer.

Ræddi hún meðal annars við starfsfólk og nemendur um breytingu á klukkunni, samgöngumál, menntamál og byggðamál.

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!