Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls, Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri rafdeildar VA, Hafsteinn Smári Þorvaldsson verkstjóri Neskaupstað, Sigurður Örn Sigurðsson verkstjóri Reyðarfirði, Einar Þorgeir Garðarsson og Sölvi Víkingur Heiðarsson nemendur.
Í gær komu góðir gestir frá Launafli í heimsókn í rafdeild skólans. Það voru þeir Magnús Helgason framkvæmdastjóri, Sigurður Örn Sigurðsson, verkstjóri rafmagnsverkstæðis á Reyðarfirði og Hafsteinn Smári Þorvaldsson verkstjóri rafmagnsverkstæðis í Neskaupstað. Þeir kynntu fyrirtækið fyrir nemendum og færðu rafdeildinni að gjöf skótangir og kapalklippur.
Við þökkum Launaflsmönnum kærlega fyrir heimsóknina og gjafirnar!