Góðir gestir

Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls, Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri rafdei…
Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls, Þuríður Ragnheiður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri rafdeildar VA, Hafsteinn Smári Þorvaldsson verkstjóri Neskaupstað, Sigurður Örn Sigurðsson verkstjóri Reyðarfirði, Einar Þorgeir Garðarsson og Sölvi Víkingur Heiðarsson nemendur.

Í gær komu góðir gestir frá Launafli í heimsókn í rafdeild skólans. Það voru þeir Magnús Helgason framkvæmdastjóri, Sigurður Örn Sigurðsson, verkstjóri rafmagnsverkstæðis á Reyðarfirði og Hafsteinn Smári Þorvaldsson verkstjóri rafmagnsverkstæðis í Neskaupstað. Þeir kynntu fyrirtækið fyrir nemendum og færðu rafdeildinni að gjöf skótangir og kapalklippur.

Við þökkum Launaflsmönnum kærlega fyrir heimsóknina og gjafirnar!