Góðir gestir

Við fengum góða gesti til okkar í rafiðndeildina á dögunum. Maríanna Ragna Guðnadóttir aðstoðarverkstjóri á rafmagnsverkstæði Launafls og fulltrúi FÍR (Félags íslenskra rafvirkja) kom færandi hendi og afhenti deildinni fjölsviðsmæla fyrir hönd FÍR. Mælarnir munu nýtast við kennslu í rafiðndeildinni og þökkum við kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.