Gott að eiga góða að

Skólanum bárust góðar gjafir á dögunum þegar G.Skúlason og Fossberg færðu málm- og véltæknideild ýmis verkfæri til rennismíði. Vélaverkstæði G. Skúlasonar gaf stungustál og gengjustál ásamt höldurum og Fossberg gaf fræsihaus til að plana. Þetta eru frábærar gjafir sem nýtast deildinni afar vel því tími var kominn til að endurnýja þessi verkfæri. 

Skólinn þakkar fyrirtækjunum kærlega fyrir!

Meðfylgjandi er mynd af gjöfunum ásamt Krystian Zajaczkowski nemanda skólans sem er að vinna með stungustál.