Grænfánaafhending

Á dögunum fór fram úttekt á Grænfánaverkefninu í kjölfar framhaldsumsóknar um Grænfánann en ferlið hófst árið 2016. Úttektin gekk afar vel og á morgun er komið að því að Guðrún Schmidt, fulltrúi Landverndar, mun afhenda skólanum Grænfána í annað sinn.

Vegna samkomutakmarkana mun afhendingunni verða streymt í gegnum Youtuberás skólans kl. 11:00 á morgun, föstudaginn 11. desember. Við hvetjum alla til að fylgjast með.