Grænfánaafhending í Verkmenntaskóla Austurlands

Miðvikudaginn 28. nóvember fær Verkmenntaskóli Austurlands afhentan Grænfána í fyrsta sinn. Athöfnin verður í nemendarými skólans og hefst kl. 9.20. 

Allir velkomnir! Við viljum hvetja alla til að mæta og fagna þessum áfanga með okkur.

Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni þar sem markmiðið er að stuðla að sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Til að flagga Grænfána þarf skóli að hafa unnið markvisst að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skóla um umhverfismál og að hafa náð ákveðnum markmiðum tengt því.