Grunnskólanemendur í verklegu vali í VA gleðja íbúa hjúkrunardeildar HSA

Nemendur og íbúar ásamt kennara hópsins, Margréti Perlu Kolku Leifsdóttur
Nemendur og íbúar ásamt kennara hópsins, Margréti Perlu Kolku Leifsdóttur

Nemendum í 9. og 10. bekkjum grunnskóla Fjarðabyggðar hefur staðið til boða að koma í verklegt val í VA undanfarin ár. Í boði hefur verið námskeið í málmsmíði, véltækni, húsasmíði, rafmagnsfræði, FabLab, hár og húð og listaakademíu. Nemendur í listaakademíu hafa lokið námskeiðinu með heimsókn á hjúkrunardeild HSA í Neskaupstað. Þar hafa nemendur ýmist flutt ljóð eða sungið og svo þegið veitingar og spjallað við íbúa. Vel hefur verið tekið á móti nemendum og þeim fagnað og boðið í kaffi. Þrír hópar nemenda hafa heimsótt deildina og sá fjórði og síðasti mun heimsækja þau í desember. Gagnkvæm ánægja hefur verið þessar heimsóknir sem vonandi verða að hefð í framtíðinni.

Á myndinni með fréttinni má sjá