Gulur dagur og ljósker framundan

Þriðjudagurinn 2. febrúar er ,,gulur dagur" og því ekki kennsla þennan dag. Skólinn verður lokaður nemendum  þar sem ,,óskipulegar aðstæður" eru ekki heppilegar á sóttvarnatímum. Skólaakstur fellur því niður. Við hvetjum engu að síður nemendur okkar til að nýta daginn til að vinna upp verkefni ef þörf er á.

Miðvikudaginn 3. febrúar verða ljóskerin svo birt í Innu. Ljósker er fyrsta athugasemd annarinnar en á skóladagatali VA má sjá hvar ljósker, viti og varða er staðsett yfir önnina.

Við hvetjum nemendur og forráðafólk til að kynna sér vel þær leiðbeinandi upplýsingar sem er að finna í ljóskerinu en þar gefa kennarar umsagnir um stöðu nemenda í hverjum áfanga. Hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að nálgast athugsemdir í Innu.