Gulur dagur og ljósker framundan

Miðvikudagurinn 22. september er ,,gulur dagur" og því ekki kennsla þennan dag. Skólinn verður þó opinn og almenningssamgöngur ganga þannig að það er hægðarleikur fyrir nemendur að nýta aðstöðuna í skólanum til lærdóms. 

Fimmtudaginn 23. september verða ljóskerin svo birt í Innu. Ljósker er fyrsta athugasemd annarinnar en á skóladagatali VA má sjá hvar ljósker, viti og varða er staðsett yfir önnina.

Við hvetjum nemendur og forráðafólk til að kynna sér vel þær leiðbeinandi upplýsingar sem er að finna í ljóskerinu en þar gefa kennarar umsagnir um stöðu nemenda í hverjum áfanga. Hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að nálgast athugsemdir í Innu.