Hacking Austurland - Við hvetjum alla til þess að taka þátt

Viltu kynnast nýju fólki, nýsköpunarferlinu og eiga skapandi og kröftuga daga sem veita þér innblástur?
 
Hacking Austurland er vettvangur fyrir hugarflug nýrra hugmynda og er fyrir alla þá sem hafa áhuga á nýsköpun á Austurlandi
 
Lausnamótið Hacking Austurland fer fram dagana 30. september - 2. október í Neskaupsstað á Austurlandi.
 
Þátttakendur vinna að því að þróa lausnir við eftirfarandi áskorunum tengdum bláu auðlindinni:
  • Hvernig getum við aukið verðmætasköpun í sjávarútvegi með því að nýta tækni og nýjar aðferðir á skapandi hátt?
  • Hvernig getum við leitt saman sjávarútveg og landbúnað með því markmiði að stuðla að betri nýtingu afurða í báðum greinum?
  • Hvernig getum við skapað einstaka matarupplifun með því að tengja saman sjávarútveg og ferðaþjónustu?
  • Hvernig getum við stuðlað að því að hægt sé að kaupa beint frá báti?
Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Austurlandi.
Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr.
 
Skráning á www.hackinghekla.is
 
Gerum gott samfélag enn betra með skapandi hugsun og nýsköpun - Við þurfum á þér og þínum hugmyndum að halda