Haustganga á Hólmanesi

Síðastliðinn miðvikudag var veðurblíðan nýtt til þess að halda í hina árlegu haustgöngu VA. Farið var í rútu í gegnum Norðfjarðargöng og áleiðis að útsýnispallinum á Hólmahálsi. Þar var gengið niður á Hólmanes og stór hluti göngufólks fór á Hólmaborgina áður en haldið var með fram ströndinni inn í Eskifjörð og í Skrúðgarðinn þar sem grillaðar pylsur voru í boði skólans.

Öll voru glöð, þreytt og ánægð með daginn.

Myndir úr göngunni má sjá hér fyrir neðan.