Haustganga í Op

Síðastliðinn fimmtudag var veðurblíðan nýtt til þess að halda í hina árlegu haustgöngu VA. Farið var í rútu í gegnum þokuna og inn í Oddsdal þaðan sem nemendur og starfsfólk gekk upp í Op og horfðu yfir þokufylltan Hellisfjörð. 

Þegar göngufólk sneri aftur biðu grillaðar pylsur í boði skólans. Öll voru glöð, þreytt og ánægð með daginn.

Myndir úr göngunni má sjá hér fyrir neðan.