Haustganga VA miðvikudaginn 1. september 2021

Gengið verður frá skólanum og í boði verða 3 mis auðveldar leiðir.

  1. Drangaskarð
  2. Hrafnakirkja
  3. Páskahellir

Sú hefð hefur skapast að haustgangan sé tileinkuð ákveðnu málefni. Að þessu sinni ætlum við að tileinka gönguna baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Dagskrá:

8:30 – 9:55 Kennt samkvæmt stundaskrá

10:00 Nemendur mæta fyrir utan skólann og skrá sig í göngu

10:20 Gönguhópar leggja af stað

13:00 Grillaður hamborgari í boði VA

Mikilvægt er að göngufólk sé vel útbúið varðandi nesti, drykki og fatnað – sérstaklega skóbúnað. Einnig er mikilvægt að borða næringarríkan morgunverð.

Tekið verður manntal í göngunni, þeir nemendur sem ekki taka þátt fá fjarvist í kennslustundum dagsins.

Reiknað er með að allir nemendur og starfsfólk fari í gönguna og því verður ekki hádegismatur í mötuneyti skólans.