Heimsókn frá Geðlestinni

Í dag heimsótti Geðlestin skólann og hélt erindi fyrir nemendur. Geðlestin er geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Markmiðið með fræðslunni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Lífið býður upp á allskonar áskoranir og stundum þurfum við að leita okkur aðstoðar við verkefni lífsins. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra/aðstandendur eða kennara um það sem gengur á í amstri dagsins. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Við þökkum þeim Guðnýju, Jóhönnu og Flóna kærlega fyrir komuna!