Heimsókn frá Krabbameinsfélagi Austfjarða

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða heimsótti skólann á dögunum. Fyrst hitti hún skólameistara, jafnréttisfulltrúa og forvarna- og félagslífsfulltrúa þar sem hún fór yfir mögulegt samstarf við félagið í tengslum við heilsutengdar forvarnir. Krabbameinsfélagið er að auka meðvitund allra um áhrif forvarna og hvað fræðsla er mikilvæg til þess að leiða til bættrar heilsu og færri tilfella lífstílstengdra sjúkdóma. 

Einnig kom Hrefna einn á fund starfsfólks í gær í tilefni af Mottumars þar sem hún fjallaði um heilsutengdar forvarnir með sérstakri áherslu á karlmenn. Starfsfólk VA hafði einmitt stuttu áður staðið fyrir hóppöntun á sokkum sem eru ein helsta fjáröflun Krabbameinsfélagsins.

Á döfinni er að tengja þetta enn betur inn í almenna fræðslu fyrir alla nemendur og þá líka við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóla.

Við þökkum Hrefnu kærlega fyrir komuna og ítrekum mikilvægi starfs Krabbameinsfélags Austfjarða í samfélaginu okkar!