Heimsókn nemenda á starfsbraut í Tandrabretti

Hluti af náminu á starfsbraut er að nemendur fá ýmis konar starfskynningar. Þann 17. janúar héldu nemendur í kynningu hjá Tandrabrettum sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á vörubrettum úr timbri. Verksmiðja Tandrabretta er í Neskaupstað og er framleiðslan þar vélvædd sem eykur gæði og nákvæmni við smíðina. Hermann Ísleifsson framleiðslustjóri tók á móti nemendum og kynnti fyrir þeim vinnsluna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.