Heimsókn nemenda á starfsbraut til Lögreglunnar

Hluti af náminu á starfsbraut er að nemendur fá ýmis konar starfskynningar. Þann 24. janúar fóru nemendur í heimsókn til Lögreglunnar á starfsstöð í Neskaupstað. Þar var kynning á því starfi sem þar fer fram, aðstaðan kynnt og fengu nemendur m.a. að skoða inn í fangaklefa. Meira má sjá á meðfylgjandi myndum.