Helgarnám í húsasmíði á haustönn 2023

Vegna mikillar aðsóknar í nám í húsasmíði mun verða boðið upp á sveigjanlegt nám í húsasmíði á haustönn 2023 sem hentar vel samhliða vinnu. Fagbóklegar greinar verða kenndar í fjarnámi í gegnum kennsluvef skólans og verklegar greinar verða kenndar í nokkrum helgarlotum.

Námið er fyrir öll sem náð hafa 23 ára aldri. Sjá má gjaldskrá námsins hér.

Frekari upplýsingar um námið má fá með því að senda tölvupóst á eydis@va.is.

Sótt er um hér.

Einnig er opið fyrir umsóknir í dreifnám í rafvirkjun og í fjarnám. Frekari upplýsingar um það má finna á umsóknavefnum.