Helgarnám í húsasmíði fer vel af stað

Vegna mikillar aðsóknar í nám í húsasmíði í haust var ákveðið að bjóða upp á sveigjanlegt nám í greininni. Fagbóklegar greinar eru kenndar í fjarnámi í gegnum kennsluvef skólans og verklegar greinar í nokkrum helgarlotum. Námið er fyrir nemendur sem hafa náð 23 ára aldri. Verklegu loturnar eru kenndar í tveimur hópum og seinni partinn í september voru fyrstu loturnar og er óhætt að segja að námið fari afar vel af stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru nemendur að njóta námsins og áhuginn mikill.