Hertar samkomutakmarkanir

Heil og sæl

Það hefur tæplega farið framhjá neinum að vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 munu hertari samkomutakmarkanir taka gildi um miðnætti. Viðbúið er að þessar breytingar hafi áhrif á skólastarfið hjá okkur í VA. 

Við munum í dag vinna hörðum höndum að því að skipuleggja starfið miðað við breytt umhverfi. Seinni partinn í dag verða birtar hér upplýsingar um það sem framundan er. Nemendur og forráðafólk er beðið að fylgjast vel með. 

Heimavistarbúar eru beðnir að leggja ekki af stað til vistarinnar fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Góð kveðja, skólameistari