Hugrún kom í heimsókn

Í gær fengu nemendur á fyrsta ári fræðslu frá Hugrúnu geðfræðslufélagi. Félagið heldur fyrirlestra í framhaldsskólum um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði sem standa ungu fólki til boða. Fyrirlesarar félagsins eru flestir nemendur HÍ í sálfræði, hjúkrunarfræði eða læknisfræði.

Félagið er með Instagram síðu: gedfrædsla og er einnig á facebook undir: Hugrún – geðfræðslufélag. Þau halda einnig úti hlaðvarpinu Hugvarpið.

Við bendum einnig á úrræði eins og Píetasamtökin og Bergið headspace sem bjóða upp á alls kyns stuðningsþjónustu á geðheilbrigðissviðinu. Innan skólans er einnig hægt að leita til Guðnýjar, náms- og starfsráðgjafa með hvað sem upp getur komið.

Við þökkum Hugrúnu kærlega fyrir komuna!