Húsasmíðafjölskyldan - Nám fyrir alla

Við bjóðum svo sannarlega upp á nám við allra hæfi. Iðnnám, starfsnám og nám til stúdentsprófs. Á dögunum var varpað skemmtilegu ljósi á þetta þegar Landinn tók þau Harald Egilsson og Barböru Kresfelder tali ásamt sonum þeirra, Kára og Tý. Fjölskyldan er öll saman að læra húsasmíði en þar voru Haraldur og Týr að ljúka 3. önn en Barbara og Kári að ljúka þeirri fyrstu. Viðtalið sýnir svo um munar að í VA er hægt að læra hvað sem er, hvenær sem er.

Við hvetjum alla til að kíkja á þessa frábæru fjölskyldu í innslaginu. 

Smellið hér til að horfa.