Hvað er framundan

Frá og með morgundeginum, 3. nóvember, verður allt nám á stúdentsbrautum og í almennum áföngum í fjarnámi. Kennt verður sem fyrr gegnum Bláa hnöttinn skv. stundaskrá. 

Iðnnám, starfsbraut og framhaldsskólabraut verða áfram í staðnámi - nánari skipulagning á því verður birt hér í lok dags en unnið er að skipulagningu miðað við 10 manna hópa. 

Heimavist verður áfram opin með sama hætti og verið hefur. Þar gildir einnig 2ja metra nándarregla, ella grímuskylda (nemendur sem deila herbergi eru þó skilgreindir sem tengdir aðilar og þurfa ekki að fylgja nándarreglu). 

Mötuneyti verður opið vistarbúum og nemendum á starfsbraut. 

  • 12:00 - 12:30 Starfsbraut
  • 12:30 - 13:00 Íbúar á heimavist

Viðbúið er að þetta fyrirkomulag verði í gildi næstu tvær vikurnar, eða til og með þriðjudeginum 17. nóvember þó lífið hafi nú tilhneygingu til að taka breytingum þessa dagana. 

Við fengum þrjá daga með alla nemendur ,,í húsi" ef svo má segja og var það afar ánægjulegt. Hver dagur telur. Nemendur og starfsfólk eiga heiður skilið fyrir úthald sitt og aðlögunarhæfni. Það er ekki sjálfgefið. 

Ég vona að þessi orð séu ekki orðin klisja ... en við getum þetta saman! Tölum saman, segjum hvernig okkur líður, látum vita af því sem virkar og því sem betur má fara. Við erum í framandi aðstæðum og þurfum sífellt að leita leiða til að gera hið besta úr stöðunni hverju sinni. 

Munið að enn sem fyrr erum við bara einu símtali eða tölvupósti frá ykkur. 

Með góðri kveðju,

skólameistari