Hver er sinnar gæfu smiður - málþing í dag fyrir ungmenni

Í dag verður haldið málþing fyrir nemendur í VA og unglingastig grunnskólanna í Fjarðabyggð. Málþingið verður frá kl. 15:00 - 17:00 í sal Nesskóla og veitingar í boði.

Við fellum niður síðustu kennslustund í VA og eru nemendur hvattir til þess að mæta á málþingið.

Rútan sem venjulega fer kl. 15:35 á föstudögum, mun fara kl. 17:05 frá VA.

Nemendur sem ekki komast á nemendamálþingið geta mætt á opna málþingið sem haldið verður á morgun, laugardaginn 3. mars frá kl. 11:00 - 13:20, einnig í sal Nesskóla. Við hvetjum líka foreldra og aðra áhugasama til þess að mæta á það málþing.

Dagskrá málþingsins er virkilega áhugaverð og metnaðarfull. Það er því gríðarlega mikilvægt að þátttaka sé góð. Ekki þarf að skrá sig á málþingin, bara mæta. 

Smellið á auglýsingarnar til að sjá þær stærri:

  

Hér má sjá Facebook viðburð málþingsins á laugardaginn.