Hvernig skapa ég mína eigin framtíð?

Hvernig skapa ég mína eigin framtíð?

Hvaða störf verða til í framtíðinni og möguleikar tækni til fjarvinnu

Spennandi tækifæri föstudaginn 15. nóvember verður spennandi tækifæri - í boði fyrir nemendur í stofu 1. Þá verður streymt frá viðburði þar sem fram koma hinir ýmsu aðilar úr atvinnulífinu sem hafa það allir sameiginlegt að vera í spennandi og öðruvísi störfum.

Kl 10:00. Kynning: Halldór Kristinn Harðarson, KÁ/AKÁ- norðlenskur rappari með meiru

Kl Ca 10:10. Helena Sigurðardóttir – Hvaða störf verða í framtíðinni?
Kennsluráðgjafi hjá Háskóla Akureyrar

Kl Ca 10:30. Eydís Ósk Ingadóttir-Hvernig varð ég teiknari og 3D sérfræðingur?
Animator & 3D Artist hjá Myrkur Games

Kl Ca 10:50. Daníel og alter ego- Að vinna við að spila tölvuleiki- hvernig gerist það?
Daníel er rafíþróttamaður. Búsettur á Akureyri

Kl Ca 11:10. Tryggvi Hjaltason – Hvernig verð ég meistari alheimsins heima hjá mér?
Yfirmaður greiningardeildar hjá CCP og formaður hugverkaráðs. Býr og vinnur í Vestmannaeyjum.

Kynningin er opin öllum þeim sem vilja og leyfilegt er að poppa inn á þá fyrirlestra sem áhugi er fyrir, nemendur þurfa að vera í samráði við kennara ef þeir kjósa að fara úr tíma á kynningu. 

 ATH EKKI ER GEFIN FJARVIST Í TÍMANN SEM FARIÐ ER ÚR EN ÞAÐ ÞARF AÐ LÁTA KENNARA VITA Á FYRIRLESTRI AÐ ÞÚ SÉRT KOMINN TIL AÐ STAÐFESTA MÆTINGU!!!

Áhorfendum verður boðið að nota Slido. Þannig geta þau sent inn spurningar á innslagarana og kynnir mun bera þær upp fyrir þau. Svo þegar hver aðili hefur lokið innslagi, pikkar kynnir upp spurningar af Slido og ber þær upp

 Við vonumst til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega viðburði. Hér má svo sjá Facebook viðburðinn.