Ísabella Danía í Söngkeppni framhaldsskólanna

 

Árshátíð VA, Stjörnubjört nótt, var haldin í Egilsbúð í gær. Mikið var um dýrðir, salurinn eins og stjörnuhiminn og er óhætt að segja að nemendaráð NIVA hafi unnið frábært starf við undirbúning árhátíðarinnar. Karen aðstoðarskólameistari og Petra Lind sálfræðikennari fóru á kostum sem veislustjórar og tónlistarmennirnir Auður og Bríet og  héldu uppi fjörinu ásamt DJ Snorra Ástráðs.

Yfir borðhaldinu var söngkeppni VA haldin. Söngatriðin voru af ýmsum toga; Ísabella Danía flutti lagið Talking to the Moon eftir Bruno Mars, Snædís Erla og Maddý Ósk fluttu lag Haley Reinhart, Can´t Help Falling in Love, Aron Víðir og Sigurjón fluttu Valla Reynis og Birna Marín flutti lagið Still Loving You úr smiðju Scorpions. Bar Ísabella Danía sigur úr býtum og verður hún verðugur fulltrúi VA í söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri þann 18. apríl nk.  

 Óskum við Ísabellu innilega til hamingju!