Ísabella Danía keppir í söngkeppni framhaldsskólanna

Ísabella Danía Heimisdóttir verður fulltrúi VA í söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í Kópavogi á laugardagskvöld. Þar flytur hún lagið Talking to the moon eftir Bruno Mars. Keppendur koma fram í sal án áhorfenda vegna COVID-19. Keppnin verður í beinni
útsendingu á RÚV. Hún hefst klukkan 20:00 og stendur í um það bil tvær klukkustundir. Við hvetjum alla til að kjósa Ísabellu í símakosningunni, númer hennar er 9009102.

Á samfélagsmiðlum skólans má fylgjast með Ísabellu nú í aðdraganda keppninnar, fylgist með þar!

Hér má sjá Ísabellu flytja lagið.